Kynningarbæklingur um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar

Kynningarbæklingur um kosningu um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellbæjar í eitt sveitarfélag er nú aðgengilegur á vefnum. Bæklingurinn er byggður á minnisblöðum samstarfsnefndarinnar með aðkomu sérfræðinga og fagaðila sem hafa sérstaka þekkingu á þeim málum sem voru til umfjöllunar. Í bæklingnum má m.a. finna stöðugreiningu og framtíðarsýn í skólastarfi á sunnanverðu Snæfellsnesi, skipulags- og umhverfismálum, fjármálum og stjórnsýslu.

Bæklingurinn er aðgengilegur hér.