Íbúafundur Snæfellinga

Rúmlega 50 Snæfellingar mættu á íbúafund um mögulega sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar í gær, fimmtudaginn 27. janúar. Á fundinum var farið yfir núverandi stöðu verkefnisins og þá framtíðarsýn sem samstarfsnefndin hefur lagt fram fyrir sameinað sveitarfélag. Að kynningu lokinni fundar fór fram samráð við íbúa. Mikil umræða var um framtíð skólamála á svæðinu og áhersla lögð á hagsmuni allra íbúa, í dreifbýli sem og í þéttbýli.

Minnt var á sameiningarkosningarnar sem fara fram 19. febrúar 2022. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin hjá sýslumönnum um land allt.

Tengill á kynningarglærur eru hér og upptaka af fundinum er aðgengileg hér.

Íbúar eru hvattir til þess til að fylgjast með á snaefellingar.is og bent er á spurningar og svör sem birtast hér á vefnum undir Spurt og svarað.