Hvetja til þess að sameining Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar verði samþykkt

Mynd af heimasíðu Viator
Mynd af heimasíðu Viator

Samstarfsnefnd, sem sveitarstjórnir Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar skipaði til að kanna kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna, hefur skilað áliti sínu, þar sem hvatt er til sameiningar. Sveitarstjórnirnar munu fjalla um álitið á tveimur fundum og í kjölfarið boða til kosninga sem fara fram þann 19. febrúar.

Nefndin hvetur íbúa til að samþykkja tillögu um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar, en það er álit nefndarinnar að sameining muni skapa forsendur til að byggja upp öflugt skólastarf og styrkja samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi. Að mati nefndarinnar yrði sameining sveitarfélaganna til þess að samfélagið í dreifbýlinu verði sterkara í frekari sameiningarviðræðum framtíðarinnar.

Íbúar eru hvattir til þess til að kynna sér málin hér á snaefellingar.is, og fylgjast með kynningarferlinu sem hefst í janúar.