Á annað hundrað þátttakendur á samráðsfundi

Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi
Breiðablik í Eyja- og Miklaholtshreppi

Í gær, þriðjudaginn 16. nóvember, fór fram samráðsfundur með íbúum Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar. Markmið fundarins var að kynna stöðu verkefnisins og næstu skref, fjalla um stöðu málaflokka í starfsemi sveitarfélaganna og mögulegar breytingar ef til sameiningar kemur. Einnig var markmiðið að heyra sjónarmið íbúa áður en sameiningartillagan verður fullmótuð.

Fundargestir í Breiðabliki voru rúmlega 40, en auk þess fylgdust tæplega 70 með fundinum í streymi. Umræður í Breiðabliki voru líflegar og bárust tæplega 60 spurningar og ábendingar rafrænt í gegnum samráðskerfið menti. Samstarfsnefndin mun fara yfir ábendingarnar á næsta fundi. 

Áætlað er að álit samstarfsnefndar og sameiningartillaga verði tilbúin í lok nóvember og að kynningarferli hefjist fyrir jól og nái hámarki í lok janúar. Sameiningarkosningar munu fara fram í febrúar.

Hér má nálgast kynningarefni frá fundinum, upptöku og þær spurningar og ábendingar sem íbúar lögðu fram í gegnum menti.com. Auk þess bárust spurningar og ábendingar úr sal.

Samráðsfundur í Breiðabliki

Spurningarnar og svör við þeim munu birtast hér á vefnum undir Spurt og svarað