Snæfellingar

Skipuð hefur verið samstarfsnefnd með tveimur fulltrúum frá hvoru sveitarfélagi. Stefnt er að því að samstarfsnefnd skili áliti sínu til sveitarstjórna í nóvember næstkomandi með það fyrir augum að kynning tillögunnar hefjist í desember og kjördagur verði í febrúar 2022. 

Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur samþykkt að veita verkefninu framlag sem stendur undir kostnaði við verkefnið og verða íbúar sveitarfélaganna því ekki fyrir beinum kostnaði. Samstarfsnefndin fundar vikulega þessi misserin og er góður gangur í verkefninu.

Verkefni hefur hlotið verkefnisheitið Snæfellingar og er unnið í samræmi við stefnu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga og þingsályktun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019 - 2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019 - 2023.

Samþykki íbúar sveitarfélaganna sameiningu þeirra, er markmiðið að sameiningin styrki byggð og skapi frekari sóknartækifæri fyrir samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi.

Samstarfsnefndin hefur samið við RR ráðgjöf um að stýra verkefninu og leiða vinnu við greiningar.