Eyja- og Miklaholtshreppur

Eyja- og Miklaholtshreppur er hreppur á sunnanverður Snæfellsnesi. Hreppurinn varð til 26. júní 1994 við sameiningu Eyjahrepps og Miklaholtshrepps. Aðal atvinnuvegur í hreppnum er landbúnaður.

Samkvæmt Landnámu námu fjórir landnámsmenn land á því svæði þar sem nú er Eyja- og Miklaholtshreppur. Þeir voru Sel Þórir Grímsson sem bjó á Rauðamel Ytri en hann nam land allt til Kaldár í Kolbeinsstaðarhrepp, Þormóður og Þórður gnúpa Oddsynir sem námu land frá Gnúpá til Straumfjarðarár og Guðlaugur inn auðgi er sagður hafa numið land frá Straumfjarðará til Furu í Staðasveit og búið í Borgarholti. Þórður gnúpa fékk Gnúpudal og bjó þar en Þormóður sem kallaður var goði bjó á Rauðkollsstöðum.