Það er álit nefndarinnar að sameining muni skapa forsendur til að byggja upp öflugt skólastarf og styrkja samfélagið á sunnanverðu Snæfellsnesi. Að mati nefndarinnar yrði sameining sveitarfélaganna til þess að samfélagið í dreifbýlinu verði sterkara í frekari sameiningarviðræðum framtíðarinnar.
Samstarfsnefnd um sameiningu Eyja- og Miklaholtshrepps og Snæfellsbæjar hefur farið yfir og brugðist við þeim 56 ábendingum sem bárust í kjölfar samráðsfundar sem fram fór á Breiðabliki þann 16. nóvember sl.
Flestar ábendinganna lýsa þeim sjónarmiðu…
Samstarfsnefndin hefur ákveðið að leggja sérstakt mat á ákveðna málaflokka. Hver málaflokkur hefur verið tekinn fyrir á sérstökum fundi samstarfsnefndar með aðkomu aðila og sérfræðinga sem hafa sérstaka þekkingu á þeim málum sem eru til umræðu hverju…